Ganga í hjónaband eftir 18 ára samband

Robin Roberts og Amber Laign hafa verið saman í 18 …
Robin Roberts og Amber Laign hafa verið saman í 18 ár. Skjáskot/Instagram

Spjallþáttastjórnandinn Robin Roberts tilkynnti í spjallþættinum Good Morning America að hún og kærasta hennar til 18 ára, Amber Laign, ætluðu loksins að ganga í hjónaband á nýju ári. 

„Ég sagði já við hjónabandi. Við ætlum að gifta okkur á þessu ári,“ sagði Roberts og viðurkenndi að hún hefði verið hikandi við að deila fregnunum þar sem hún hefði ekki enn sagt þær upphátt. 

Roberts sagði þær Laign hafa talað um hjónaband áður, en þær hafi þó þurft að fresta því þegar Laign greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2021. Hún lauk geislameðferð í júlí 2022.

Roberts og Laign byrjuðu saman í júlí 2005, en Roberts kom þó ekki opinberlega út úr skápnum fyrr en í desember 2013. Hún segist spennt fyrir komandi tímum með Laign. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin