„Mikilvægt að draga ekkert undan“

Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Gísli Örn …
Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær leika í myndinni.

„Í síma sérhvers manns er fall hans falið,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson um kvikmyndina Villibráð í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur sem frumsýnd var í gærkvöldi og fer í almennar sýningar á morgun. Tyrfingur skrifaði handritið að myndinni í samstarfi við Elsu Maríu. Myndin fjallar um sjö vini til margra ára sem í matarboði hjá hjónum í hópnum fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Þau leggja farsímana sína á borðið og fallast á að öll skilaboð sem berast verði lesin upphátt fyrir allan hópinn, myndir sýndar öllum og símtöl spiluð upphátt. Með hlutverk vinanna fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Eins og fram hefur komið í kynningu á myndinni byggist Villibráð á ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem var frumsýnd 2016 og hefur síðan verið endurgerð um tuttugu sinnum í jafnmörgum löndum, m.a. í Frakklandi og Kína 2018, Þýskalandi 2019, Japan 2021 og Noregi 2022. „Þórir Snær [Sigurjónsson] hafði keypt réttinn á myndinni. Við Elsa María horfðum einu sinni á ítölsku myndina og þaðan tókum við boltann, enda höfðum við ekkert handrit til að vinna út frá. Við höfðum því mjög frjálsar hendur, sem við nýttum okkur út í ystu æsar.

Geðveikur símaleikur

Það gefur auðvitað augaleið að við vildum nota þennan geðveika símaleik og ýmislegt úr arkitektúr verksins. Snjallsíminn, sem er svo fallega hannaður og fer vel í hendi, er tortímingartæki um leið og þetta er flóttaleið. Þetta er eins og svartur spegill sem hjálpar fólki að flýja þá viktoríönsku tíma sem við lifum með öllum sínum hressilegu bælingum,“ segir Tyrfingur og bendir á að bælingarnar séu skuggahliðin á hugrænni atferlismeðferð sem yfirgnæft hafi alla sálfræði síðustu áratugina.

„Þá má í raun segja að hugræn atferlismeðferð gangi út á að gaslýsa sjálfan sig þar til maður er orðinn ógeðslega hress. Það er þessi heiftúðlegi hressleiki og hrópandi jákvæðni sem okkur langaði að fjalla um,“ segir Tyrfingur og tekur fram að hann geri ekki lítið úr því að hugræn atferlismeðferð geti hjálpað mörgum.

„Við göngum ótrúlega mörg fyrir samviskubiti. Samviskubitið er eitt aðalbensínið í efnahagslífi Vesturlanda. Það fæst heilmikil orka út úr samviskubitinu þó það sé neikvæð orka. Fólk notar þessa orku síðan til að vera duglegt að mæta í vinnuna og skila af sér,“ segir Tyrfingur og bendir á að síminn sé orðinn nokkurs konar samastaður í tilverunni fyrir það sem er skuggalegt við okkur. „Það má segja að séum búin að úthýsa hvatalífinu í símann.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Tyrfingur Tyrfingsson.
Tyrfingur Tyrfingsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson