Segist ekki hafa haldið framhjá Ed Sheeran

Ed Sheeran og Ellie Goulding.
Ed Sheeran og Ellie Goulding. Samsett mynd

Tónlistarkonan Ellie Goulding hefur nú bundið enda á langvarandi sögusagnir um meint framhjáhald, en síðasta áratug hefur sú saga gengið manna á milli að Goulding hafi haldið fram hjá tónlistarmanninum Ed Sheeran með Niall Horan, hljómsveitarmeðlimi One Direction. 

Árið 2013 voru Goulding og Sheeran sögð vera að stinga saman nefjum eftir að þau sáust haldast í hendur á MTV-tónlistarverðlaununum sama ár. Þótt Goulding segði þau ekki vera par virtist Sheeran halda því fram að eitthvað meira væri á milli þeirra. 

Ásakanir á hendur Goulding hófust hins vegar ekki fyrr en Sheeran gaf út smellinn Don't árið 2014, en texti lagsins virtist gefa til kynna að tónlistarmaðurinn hefði verið svikinn og töldu margir textann fjalla um að Goulding hefði haldið fram hjá honum. 

„Rangt!!!!!!“

Sögusagnirnar hafa haldið áfram í gegnum árin, en nú virðist Goulding hafa fengið nóg. Hún deildi tiktokmyndskeiði á afmælisdaginn sinn þar sem hún fékk ásakandi ummæli frá einum af fylgjendum sínum. 

„Ég trúi ekki að þú hafir haldið fram hjá Ed með Niall,“ skrifaði notandinn við myndskeiðið. Goulding var ekki lengi að svara ásökuninni og sagði hana alranga. „Rangt!!!!!!“ svaraði Goulding. 

@elliegoulding

Quick boob check then we’re birthday groovin 🤣🖤

♬ As It Was - PREP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin