Bókin í sölu eftir vikulangt fjölmiðlafár

Bókin Spare eftir Harry Bretaprins fór í sölu á miðnætti.
Bókin Spare eftir Harry Bretaprins fór í sölu á miðnætti. AFP

Eftir um vikulangt fjölmiðlafár um allan heim er sjálfsævisaga Harry Bretaprins, Spare, komin í sölu. Harry hefur gagnrýnt fjölskyldu sína harðlega í bókinni og sagt frá fjölda erfiðra uppákoma í viðtölum. 

Bókin fór óvart í sölu á Spáni á fimmtudag í síðustu viku og hafa því efnistök hennar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim. 

Fjölskyldan þegir þunnu hljóði

Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá bresku konungsfjölskyldunni í öllu fjölmiðlafárinu en haft hefur verið eftir ónefndum heimildarmönnum innan hallarinnar að fjölskyldan telji Harry hafa farið langt yfir strikið í gagnrýni sinni á Kamillu drottningu, eiginkonu föður hans, Karls III. Bretakonungs. 

Þá gagnrýndi hann Kamillu sérstaklega í kjölfar andlát móður hans, Díönu prinsessu af Wales. Sagði einn heimildarmaður innan hallarinnar að fjölskyldan liti á bókina sem svik og að Harry ætti ekki afturkvæmt til Bretlands eins og aðstæður væru núna.

Bókin telur alls 416 blaðsíður og er skrifuð af hulduritara, en haft er beint eftir Harry í bókinni. Ræðir hann meðal annars um móðurmissinn, fjölskylduna og hatur sitt á breskum fjölmiðlum. 

Kamilla drottning og Karl Bretakonungur hafa ekki látið í sér …
Kamilla drottning og Karl Bretakonungur hafa ekki látið í sér heyra undanfarna viku. AFP

Stuttar raðir á miðnætti

Fjöldi bókabúða í Bretlandi var opinn fram yfir miðnætti í gærkvöldi. Bretar biðu hins vegar ekki í löngum röðum líkt og þeir gerðu þegar bækur J. K. Rowling um Harry Potter komu út. AFP fréttaveitan greinir frá því að lítil röð hafi myndast fyrir utan bókabúð í Lundúnum. Þar var rætt við aðdáanda konungsfjölskyldunnar, Caroline Lennon, sem keypti fyrsta eintakið eftir miðnætti.

„Ég elska konungsfjölskylduna, ég elska þau öll, en ég er líka hrifin af Harry. Ég er ekki hrifin af þessu stríði sem er á milli þeirra og mig langar til að heyra hvað hann hefur að segja um það. Ég keypti líka hljóðbókina svo ég get hlustað á rödd hans,“ sagði Lennon. 

Harry les bókina sjálfur en hefur einnig farið í fjögur viðtöl í Bretlandi og Bandaríkjunum um bókina. Bókin kemur út á 16 tungumálum. Hún er sú mest selda á listaAmazon í Bretlandi í dag. 

Caroline Lennon var sú fyrsta til að kaupa bókina Spare …
Caroline Lennon var sú fyrsta til að kaupa bókina Spare í Waterstones bókabúðinni í Lundúnum á miðnætti. AFP

Hrapar í vinsældum

Harry virðist ekki ætla að vinna neina vinsældarkeppni með útgáfu Spare. Ný könnun sýnir að 64 prósent Breta hafa nú neikvæða skoðun á prinsinum, sem í gegnum árin hefur verið einn sá vinsælasti í konungsfjölskyldunni. 

Í bókinni segir Harry frá veru sinni í hernum en frásögn hans hefur verið gagnrýnd harðlega. Segir hann meðal annars frá því að hann hafi drepið 25 talíbana á meðan hann var í hernum.

Fyrrum hermenn og hershöfðingjar í breska hernum hafa látið í sér heyra, sem og sérfræðingar í varnarmálum, og sagt að prinsinn hafi gert sig að skotmarki með því að nefna tölu þeirra sem hann drap. 

Bókabúðir voru opnar fram yfir miðnætti í Lundúnum.
Bókabúðir voru opnar fram yfir miðnætti í Lundúnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant