„Hættuleg lygi“

Harry Bretaprins segir orð hans ekki hættuleg, heldur spuni fjölmiðla …
Harry Bretaprins segir orð hans ekki hættuleg, heldur spuni fjölmiðla í kringum orð hans. AFP

Harry Bretaprins segir það hættulegar lygar að segja að hann hafi logið til um að hafa drepið 25 talíbana í Afganistan þegar hann þjónaði í breska hernum. Í bók sinni Spare, sem kom út í gær, segir Harry frá tíma sínum í hernum og segist hafa drepið 25 talíbana. 

Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ræða veru sína í hernum opinberlega og fyrir að segja frá hversu marga hann drap. Hefur gagnrýnin meðal annars snúið að því að hann geri sjálfan sig að skotmarki talíbana með því að segja frá því. 

Í viðtali við ITV í tengslum við útgáfu bókarinnar sakar Harry fjölmiðla um að hafa tekið orð hans úr samhengi og að það hafi verið það sem gerði fjölskyldu hans að skotmarki. Hann varði orð sín í viðtalinu og sagðist vilja lækka tíðni sjálfsvíga hjá fyrrverandi hermönnum. 

„Orð mín eru ekki hættuleg“

Yfir 400 þúsund eintök hafa selst af bókinni í Bretlandi þrátt fyrir að mikið af efni bókarinnar hafi þegar verið komið í fréttir um allan heim. 

Harry gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um bókina í viðtali við Stephen Colbert í The Late Show og sagði blaðamenn viljandi taka hlutina úr samhengi. „Án efa er hættulegasta lygin í fjölmiðlum, að ég hafi á einhvern hátt ýkt töluna um hversu marga ég drap í Afganistan. Ef ég heyrði af einhverjum ýkja svona sögur, þá myndi ég reiðast. En það er lygi,“ sagði Harry. 

Hann sagði það raunverulegt vandamál að fjölmiðlar kæmust upp með að segja slíkar fréttir. „Orð mín eru ekki hættuleg, það sem er spunnið utan um orðin mín skapar hættu fyrir fjölskylduna mína. Það er ákvörðun sem fjölmiðlar taka,“ sagði Harry. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir