Jeff Beck látinn 78 ára að aldri

Denise Truscello

Jeff Beck, einn ástsælasti rokkgítarleikari sögunnar, er fallinn frá 78 ára að aldri. Hann lést eftir stutta baráttu við heilahimnubólgu vegna bakteríusýkingar. Þetta kom fram í yfirlýsingu á vefsíðu gítarleikarans.

Beck var enskur, fæddur 1944 og hafði meðal annars leikið með The Yardbirds og þekktum tónlistarmönnum á borð við Mick Jagger, Tinu Turner og Stevie Wonder.

Tróð upp með Johnny Depp í sumar

Hann komst á lista 100 bestu rokkgítarleikaranna í tímaritinu Rolling Stone, og var þar á meðal efstu fimm leikaranna. Var honum þar lýst sem einum áhrifamesta gítarleikara í rokksögunni.

Fyrir um hálfu ári síðan tróð Jeff Beck upp ásamt leikaranum Johnny Depp í Royal Albert Hall í Lundúnum. 

Beck hélt tónleika í Háskólabíó árið 2013 og vakti þar mikla lukku. Hann hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum á löngum ferli sínum og reynt sig í hinum ýmsu stílum. Hann hóf ferilinn í blúsrokki en hefur einnig leikið þungarokk og djass. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant