Spielberg vann en Hildur fór tómhent heim

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg með gullhnettina fyrir bestu leikstjórn og …
Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg með gullhnettina fyrir bestu leikstjórn og bestu myndina. AFP/Frederic J. Brown

Kvikmynd Stevens Spielbergs, The Fablemans, var valin besta dramamyndin á Golden Globe-hátíðinni í Bandaríkjunum í nótt, auk þess sem hann var valinn besti leikstjórinn.

Myndin er lauslega byggð á uppvaxtarárum Spielbergs og fyrstu árum hans sem leikstjóri.

The Banshees of Inisherin var kjörin besta myndin í flokki gamanmynda og söngleikja.

Hildur laut í lægra haldi

Hildur Guðnadóttir, sem var tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking, varð að lúta í lægra haldi fyrir Justin Hurwitz og tónlist hans í myndinni Babylon.

Hildur Guðnadóttir á Golden Globe-hátíðinni í nótt.
Hildur Guðnadóttir á Golden Globe-hátíðinni í nótt. AFP/Frederic J. Brown

Cate Blanchett var valin besta dramaleikkonan fyrir hlutverk sitt í Tár og Austin Butler bar sigur úr býtum fyrir frammistöðu sína í Elvis.

Cate Blancett í september í fyrra. Hún var ekki viðstödd …
Cate Blancett í september í fyrra. Hún var ekki viðstödd Golden Globe-hátíðina. Hún var valin besta dramaleikkonan í nótt. AFP/Andreas Solaro

Í gaman- og söngleikjaflokknum vann Michelle Yeoh fyrir hlutverk sitt í Everything Everywhere All At Once og Colin Farrell fyrir leik sinn í The Banshees of Inisherin. Síðarnefnda myndin hlaut ein verðlaun til viðbótar, eða fyrir handrit Martins McDonagh.

Leikarinn Colin Farrell (til vinstri), leikstjórinn Martin McDonagh (í miðjunni) …
Leikarinn Colin Farrell (til vinstri), leikstjórinn Martin McDonagh (í miðjunni) og leikarinn Barry Keoghan (til hægri) fagna sigri í flokknum besta gamanmyndin eða söngleikur. AFP/Frederic J. Brown

Argentina, 1985 frá Argentínu var kjörin besta erlenda myndin og bestu sjónvarpsþættirnir voru House of the Dragon. Í dramaflokki fyrir bestan leik í sjónvarpsþáttum vann Zendaya fyrir Euphoria og Kevin Costner fyrir Yellowstone. Bestu þættirnir í gaman- eða söngleikjaflokki voru Abbott Elementary.

Í þeim flokki hlutu þau Quinta Brunson fyrir Abbot Elementary og Jeremy Allen White fyrir The Bear gylltu styttuna fyrir bestan leik.

Frá vinstri: leikkoanan Emma D'Arcy, kvikmyndagerðarmaðurinn Miguel Sapochnik og leikkonan …
Frá vinstri: leikkoanan Emma D'Arcy, kvikmyndagerðarmaðurinn Miguel Sapochnik og leikkonan Milly Alcock fagna sigri House of the Dragon. AFP/Frederic J. Brown

Gamanleikarinn Eddie Murphy hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni, sem var haldin í Beverly Hills.

Eddie Murphy með Cecil B. DeMille-heiðursverðlaunin.
Eddie Murphy með Cecil B. DeMille-heiðursverðlaunin. AFP

Jerrod Carmichael var kynnir og byrjaði á því að gera grín að samtökum erlendra fréttamanna, HFPA, sem standa fyrir Golden Globe-verðlaununum. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé rasísk stofnun en það var enginn svört manneskja í henni fyrr en George Floyd dó. Þið megið gera það sem þið viljið við þessar upplýsingar,“ sagði hann.

Allir verðlaunahafarnir á Golden Globe-hátíðinni

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason