Fúlsaði við Rolling Stones

Jeff Beck þenur gítarinn í Háskólabíói fyrir áratug. Hann var …
Jeff Beck þenur gítarinn í Háskólabíói fyrir áratug. Hann var einn fremsti gítarleikari rokksögunnar, en hafnaði boði um að ganga í Rolling Stones vegna þess að tónlist þeirra væri ekki nógu krefjandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gítarleikarinn Jeff Beck, sem lést í vikunni, þótti með þeim betri, ef ekki sá besti. Á áttunda áratugnum átti hann kost á að ganga til liðs við stórhljómsveitina Rolling Stones, sem þá voru á hátindi ferils síns. Fáir hefðu fúlsað við slíku boði, en Beck hafnaði því vegna þess að honum þótti tónlist þeirra ekki nógu krefjandi.

Þeir fengu Ronnie Wood til að spila á gítar með hljómsveitinni í staðinn og er hann enn í Rolling Stones. Wood hafði verið bassaleikari í hljómsveit Becks nokkru áður.

„Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Beck þegar hann var spurður um ákvörðunina um að hafna Stones. „Gerum okkur grein fyrir því að það er ég sem stend á miðju sviði, nafnið mitt er á miðanum, ég kem fram og spila og það er enginn söngur. Hver vill skipta á því og vera hluti af hljómsveit einhvers annars?“

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, minntist Becks, sem vann til átta Grammy-verðlauna og var í tvígang vígður inn í Frægðarhöll rokksins, þegar fréttist af andláti hans og sagði að hann hefði verið einn af „stókostlegustu gítarleikurum heims“.

Nánar er fjallað um feril Becks í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav