Gina Lollobrigida látin

Gina Lollobrigida er látin 95 ára að aldri.
Gina Lollobrigida er látin 95 ára að aldri. AFP

Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida er látin 95 ára að aldri. Lollobrigida var ein af síðustu stjörnum gullnu aldarinnar í Hollywooden hún er hvað þekktust fyrir kvikmyndina Bread, Love and Dreams frá árinu 1953 og Hringjarann í Notre Dame frá árinu 1956. 

Menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennario Sangiuliano, greindi frá andláti leikkonunnar á Twitter í morgun. 

„Blessuð sé minning dívu silfur skjásins sem var í fararbroddi ítalskrar kvikmyndamenningar í meira en hálfa öld. Töfrar hennar munu vara að eilífu,“ skrifaði Sangiuliano á Twitter. 

Lollobrigida þótti ein af flottustu leikkonum Hollywood á sjötta og sjöunda ártug síðustu aldar. Var hún af mörgum borin saman við Marilyn Monroe og sögðu margir að Monroe, sem þótti mikið kyntákn, liti út eins og Shirley Temple við hlið hinnar seiðandi Lollobrigida. 

Lollobrigida með Marilyn Monroe árið 1954.
Lollobrigida með Marilyn Monroe árið 1954. AFP

Ræddi við Castro

Lollobrigida var fædd hinn 4. júlí árið 1927 í Subiaco, fjallaþorpi um 50 kílómetra frá Róm. Frægðarsól hennar reis hratt á 6. áratugnum en hún vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Beat the Devil árið 1953. 

Á áttuna áratugnum sneri hún sér frá leiklistinni yfir skúptúragerð og fréttaljósmyndun og náði til dæmis viðtali og myndum af leiðtoga Kúbu, Fidel Castro árið 1972. Viðtalið við Castro vakti mikla athygli á sínum tíma. 

„Við eyddum tólf dögum saman. Ég hafði ekki áhuga á honum sem stjórnmálaleiðtoga heldur sem karlmanni. Hann áttaði sig fljótt á því að ég var ekki mætt þarna til að ráðast á hann og þá tók hann mig auðveldlega í sátt,“ sagði Lollobrigida um viðtalið fræga.

Fann aldrei þann eina rétta

Lollobirgida var á hátindi ferils síns sögð vera fallegasta kona heims og voru margir karlmenn sem gerðu hosur sínar grænar fyrir henni. Henni tókst þó aldrei að finna þann eina rétta en átti í ástaramböndum við marga karlmenn í gegnum ævina. 

„Mín reynsla er sú, að þegar ég fundið réttu manneskjua, þá hefur hann alltaf hlaupið í burtu frá mér. Mikilvægir menn vilja vera stjranan, þeir vilja ekki vera í skugga þínum,“ sagði Lollobrigida. 

Árið 2006 trúlofaðist Lollobrigida Javier Rigau y Rafols sem var 34 árum yngri en hún. Þau slitu trúlofun sinni stuttu seinna og sögðu fjölmiðlafárið hafa orsakað það. 

Hann hins vegar hélt áfram plönum sínum um brúðkaup og er sagður hafa fengið tvífara Lollobrigida til að kvænast sér. Hin raunverulega Lollobrigida komst að hjónabandinu í gegnum fjölmiðla og höfðaði svo mál gegn honum. 

Gina Lollobrigida með franska söngvaranum Gilbert Becaud árið 1959.
Gina Lollobrigida með franska söngvaranum Gilbert Becaud árið 1959. AFP

Fæðumst til að deyja

Hún tapaði málinu þar sem Rigau sagði hana hafa samþykkta að giftast honum í gegnum þriðja aðila. Hjónabandið var hins vegar ógilt árið 2019 með blessun páfans. 

Undir það síðasta dró eitt sinn heimsfræga leikkonan sig mikið í hlé, þó um tíma hafi hún verið ein frægasta og fallegasta kona í heiminum. Saga hennar var jafnvel meira spennandi en kvikmyndinar sem hún lék í. Um það hafði hún einfaldlega að segja: „Við fæðumst öll til að deyja. Munurinn er hversu ákaft við veljum að lifa lífinu.“

Gina Lollobrigida árið 2017.
Gina Lollobrigida árið 2017. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav