David Tennant leikur Litvinenko

David Tennant fer með hlutverk Alexanders Litvinenko.
David Tennant fer með hlutverk Alexanders Litvinenko.

Leikarinn David Tennant fer með hlutverk Alexanders Litvinenko í þáttunum Litvinenko í nýjum þáttum sem komu á Viaplay í dag. Litvinenko var fyrrverandi samstarfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB og leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Eftir að hann lést úr póloneitrun í London hófst ein flóknasta og hættulegasta rannsókn í sögu Lundúnalögreglunnar.

Þættirnir eru skrifaðir af hinum reynda handritshöfundi George Kay. Í Litvinenko fylgjumst við með lögregluþjónum Scotland Yard sem í áratug unnu staðfastlega að því að sanna hver bæri ábyrgð á dauða fyrrverandi KGB-mannsins Alexanders Litvinenko, sem lést eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu póloníum 210.

„Eins og flestir þá man ég eftir því þegar ég sá fyrst myndina af Alexander „Sasha“ Litvinenko liggjandi í spítalarúminu sínu og var fljótur að lesa mér til um málið. Í fyrstu hljómaði þetta allt svo ólíklega, eins og eitthvað úr James Bond-mynd. Þetta virkaði ekki eins og eitthvað sem gæti gerst í alvöru,“ sagði Tennant um þættina.

Myndin fræga af Alexander Litvinenko í sjúkrarúmi sínu eftir að …
Myndin fræga af Alexander Litvinenko í sjúkrarúmi sínu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að koma í ljós. mbl.is

Lögreglan komst á spor Rússanna

Þættirnir segja frá því þegar tveir lögregluþjónar eru kallaðir að University College Hospital í London í nóvember 2006, til að ræða við sjúkling í hríðversnandi ástandi. Sjúklingurinn var Alexander Litvinenko, rússneskur andófsmaður sem sagði að eitrað hefði verið fyrir sér samkvæmt beinum skipunum frá Vladimír Pútín. Þar sem hann lá í rúmi sínu á sjúkrahúsinu lýsti Alexander í smáatriðum öllum atburðum í lífi sínu í aðdraganda veikindanna, sem leiddi á endanum til þess að lögreglunni tókst að komast á spor Rússanna tveggja sem eitruðu fyrir Litvinenko með póloníum 210, baneitruðu og geislavirku efni.

Tennant í hlutverki Litvinenko.
Tennant í hlutverki Litvinenko.

„Í fyrstu vildi enginn trúa því sem Sasha sagði. En þeir þurftu að hefja rannsókn málsins og voru allan tímann í kappi við klukkuna, því líkami hans var smám saman að gefast upp. Hann var eina vitnið að sínu eigin morði. Það eru svo margir þættir sem gera þetta að ótrúlegri sögu, en það sem gerir hana jafn áhrifaríka og raun ber vitni er harmleikurinn sem skekur fjölskylduna hans. Sú staðreynd að þessir atburðir hafi vakið heimsathygli gerir okkur kleift að segja söguna, en það sem gerir hana virkilega áhrifamikla eru afleiðingarnar og hvernig þetta breytti lífi Marinu [eiginkonu Litvinenkos]," sagði Tennant.

Þættirnir beina kastljósinu einnig að sögu Marinu, hinnar óttalausu og virðulegu ekkju Alexanders, sem var óþreytandi í baráttu sinni fyrir því að bresk yfirvöld nafngreindu morðingja eiginmanns síns og viðurkenndu hlut rússneska ríkisins í morðinu. Það er Margarita Levieva sem leikur Marinu í þáttunum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav