Gætu náð sáttum fyrir krýningu Karls

Bræðurnir Harry og Vilhjálmur gætu náð sáttum áður en Karl …
Bræðurnir Harry og Vilhjálmur gætu náð sáttum áður en Karl verður krýndur konungur 6. maí. AFP

Harry Bretaprins og breska konungsfjölskyldan gætu náð sáttum áður en Karl III. Bretakonungur verður krýndur í maí á þessu ári. Heimildamaður náin konunginum sagði að líklegt væri að Harry myndi funda með fjölskyldunni áður en langt um líður. 

„Það munu allir þurfa að gefa eitthvað eftir, en það er hægt. Það er hægt að laga þetta,“ er haft eftir heimildarmanninum. „En til þess þarf Harry að koma hingað, og vera í sama herbergi og kóngurinn og prinsinn af Wales [Vilhjálmur], og nokkrum öðrum úr fjölskyldunni. Það þarf einhverja af „hans fólki“ sem hann treystir og hefur alltaf stutt hann,“ sagði heimildamaðurinn. 

Bók Harrys, Spare, kom út í síðustu viku og olli miklu fjaðrafoki. Seldist hún í 1,4 milljónum eintaka á ensku á fyrsta sólarhringnum. 

„Báðar hliðar þurfa að setja hendur upp í loft og viðurkenna að hafa ekki gert allt rétt, við gerðum margt rangt, og við þurfum að segja honum að við skiljum þann sársauka sem hann hefur gengið í gegnum. Konungurinn getur gert það,“ sagði heimildamaðurinn ennfremur. 

Telur Harry hafa svikið sig

Breska konungsfjölskyldan hefur ekki tjáð sig um efni bókarinnar en heimildarmaðurinn segir Vilhjálm prins brenna að innan vegna þess að hann telji bróður sinn hafa svikið sig. 

„Ekki allir hafa hagað sér vel, en Harry verður að setjast niður með þeim og viðurkenna að þau hafi ekki hagað sér vel heldur. Það þarf mikinn sveigjanleika til þess, sem Harry er ekki góður í,“ sagði heimildamaðurinn. 

Harry, sem í bókinni sakaði bróður sinn um að hafa ráðist á hann árið 2019, hefur sagst vilja ná sáttum við fjölskylduna en að þau þurfi fyrst að taka ábyrgð á gjörðum sínum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav