Opinber minningarathöfn í Graceland

Lisa Marie Presley árið 2012.
Lisa Marie Presley árið 2012. AFP/Jason Merritt/Getty

Minningarathöfn um Lisu Marie Presley mun fara fram í Graceland, fyrrverandi heimili föður hennar Elvisar Presley. Lisa Marie lést fimmtudaginn síðasta, 54 ára gömul, og verður hún lögð til sinnar hinstu hvílu við hlið sonar síns, Benjamin Keough, í Graceland. 

Opinbera minningarathöfnin fer fram á sunnudag, 22. janúar, klukkan níu að staðartíma. Talsmaður dóttur hennar, Riley Keough, greindi frá þessu í gær. 

„Riley, Harper, Finley og Pricilla þakka fyrir stuðning og hlýhug undanfarna daga eftir andlát Lisu Marie,“ segir í tilkynningunni. 

Lisa Marie mun hvíla í hugleiðslugarðinum, þar sem faðir hennar Elvis Presley hvílir einnig, og föðuramma hennar og afi, sem og langamma hennar. 

Aðdáendur Lisu Marie Presley hafa lagt blóm og kort að …
Aðdáendur Lisu Marie Presley hafa lagt blóm og kort að Graceland undanfarna daga. AFP/Justin Ford
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav