Netflix vill ráða flugliða

Netflix leitar nú að flugliða til að starfa í einni …
Netflix leitar nú að flugliða til að starfa í einni af einkaþotu fyrirtækisins.

Streymisveitan Netflix leitast nú eftir því að ráða flugliða í eina af einkaþotum sínum. Í auglýsingu segist streymisveitan vera að leita að manneskju sem getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir og hefur mikla þjónustulund. 

Viðkomandi þarf einnig að geta unnið án þess að fá mikil fyrirmæli og hvatningu. Launin eru 385 þúsund bandaríkjadalir á ári, eða ríflega 54 milljónir króna á ári. 

Fjallað er um auglýsingu streymisveitunnar á BBC en Netflix þurfti að segja upp fjölda starfsmanna um mitt síðasta ár eftir að áskrifendum fækkaði. 

Staðan er auglýst í San Jose í Kaliforníu en felur auðvitað í sér að geta flogið hvert sem er í heiminum. 

Launin fyrir starfið þykja óvenju há miðað við meðallaun flugliða í Bandaríkjunum, en þau eru um 62 þúsund bandaríkjadalir á ári eða um 8,8 milljónir. Talsmaður Netflix sagðist ekki geta tjáð sig nánar um hvernig launagreiðslum til flugliða á vegum streymisveitunnar væri háttað.

Netflix náði að fjölga áskrifendum að veitu sinni á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, en fyrirhugað er að streymisveitan tilkynni um hvernig fjórði og síðasti ársfjórðungur síðasta árs fór hjá þeim á morgun, fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson