Nýjasta parið í Hollywood

Selena Gomez og Andrew Taggart eru nýtt par.
Selena Gomez og Andrew Taggart eru nýtt par. Samsett mynd

Tónlistarkonan Selena Gomez og Andrew Taggart, liðsmaður hljómsveitarinnar The Chainsmokers, eru nýjasta parið í Hollywood. Þau hafa ekki farið leynt með rómantík sína og hafa sést á stefnumótum að undanförnu.

Gomez og Taggart hafa meðal annars farið í keilu og í bíó saman, en nýverið birtust myndir af parinu í keilu í New York-borg á Page Six. Þar kemur fram að sjónarvottur hafi séð parið í faðmlögum að „kyssast eins og unglingar“ á meðan þau nutu þess að vera ein saman. 

Samkvæmt heimildum Us Weekly er parið „mjög frjálslegt og lágstemmt“ eins og er, en þau eru sögð skemmta sér konunglega saman.

Taggart var áður með fyrirsætunni Eve Jobs, dóttur Steve Jobs, stofnanda Apple. Þau byrjuðu saman í sumar, en nú virðist rómantík þeirra hafa fjarað út. Þá hefur Jobs gert Instagram-reikning sinn óvirkan.

Gomez hefur haldið ástarlífi sínu fjarri sviðsljósinu síðan hún sagði skilið við tónlistarmanninn The Weeknd í október 2017, en nú virðist ástin hafa kviknað á ný hjá tónlistarkonunni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav