Snúist ekki um hana

Skjáskot/Rúv

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins, segir að umræðan um framleiðslu áramótaskaupsins eigi ekki að snúast um hana sem persónu eða hvort hún hafi verið erfið í samskiptum. Hún segir umræðuna eiga að snúast um hvernig farið var með almannafé og hvort verið sé að hylma yfir mögulegum óheiðarleika framleiðslufyrirtækisins, S800, sem Sigurjón Kjartansson, meðhöfundur Skaupsins, á hlut í.

„Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja og vil helst geta snúið mér aftur að því að gera grín og vinna áfram mína vinnu af ábyrgð, heiðarleika og virðingu gagnvart samstarfsfólki mínu,“ segir Dóra í samtali við mbl.is. 

Stundin, og síðar Heimildin, hafa fjallað ítarlega um gerð áramótaskaupsins undanfarna daga. Þar var rætt við Dóru sem og Sigurjón en einnig Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Meðal annars var fjallað um eignarhald á framleiðslufyrirtækinu S800, hvort duldar auglýsingar hafi verið í Skaupinu og einnig skýrslu sem Dóra sendi RÚV eftir að framleiðslu lauk. 

Í skýrslu sinni benti Dóra á óeðlileg samskipti við framleiðendur eftir að hún spurðist fyrir um eignarhald á framleiðslufyrirtækinu, áherslur um að tökur færu fram á Selfossi og vöruinnsetningar. Þá óskaði hún einnig eftir að fá að sjá fjárhagsáætlun, en fékk það ekki. Dóra sagði að framleiðslufyrirtækið hefði hætt samskiptum við hana áður en lokalagið og skets um pokaskömm var tekið upp.

Umræðan afvegaleidd 

Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi (WIFT) sendu frá sér stuðningsyfirlýsingu í gærkvöldi. Í henni var bent á, líkt og Dóra gerir sjálf, að þetta sé kunnuglegt stef. Umræðan sé afvegaleidd með því að benda á konuna, en ekki fara beint í kjarna málsins.

„WIFT benti á að hegðun og orðræða framleiðenda væri þekkt mynstur sem fær vonandi ekki lengur að viðgangast. Ef fjallað er um þetta mál áfram þá er vonandi að kjarni þess sé skoðaður frekar, óheiðarleiki og óeðlileg framkoma framleiðenda sem sýsla með peninga skattgreiðenda fyrir vinsælasta þátt landsins,“ segir Dóra.

Þegar framleiðendur áramótaskaupsins hættu samskiptum við leikstjóra þess átti eftir …
Þegar framleiðendur áramótaskaupsins hættu samskiptum við leikstjóra þess átti eftir að taka upp lokalagið og skets um pokaskömm. Skjáskot/Rúv
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant