Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Leikarinn Alec Baldwin.
Leikarinn Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Leikarinn hleypti skoti úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust sem varð tökumanninum Halynu Hutchins að bana.

Mary Carmack-Altwies, ríkissaksóknari Santa Fe, tilkynnti í dag að bæði Baldwin og Hannah Gutierrez Reed yrðu ákærð fyrir manndráp af gáleysi fyrir mánaðarmót. Reed sá um öryggisráðstafanir á tökustað. 

BBC greinir frá. 

Baldwin var að æfa sig fyrir senu þar sem hann átti að beina leikmunabyssu að tökuvél, en í henni reyndust vera raunveruleg byssuskot. 

Baldwin hefur áður sagt að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að honum hafi verið tjáð að ekki væru raunveruleg skot í byssunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant