Föður hennar fannst hún „of stór“ fyrir skjáinn

Leikkonan Julia Louis-Dreyfus.
Leikkonan Julia Louis-Dreyfus. AFP/Lisa O'Connor

Leikkonan Julia Louis-Dreyfus segist hafa fundið fyrir mikilli skömm eftir að faðir hennar sagði henni að hún væri „of stór“ fyrir skjáinn, skömmu eftir að hún lék í sínum fyrsta skets í Saturday Night Live.

Faðir leikkonunnar er milljarðamæringurinn Gérard Louis-Dreyfus og en hennar fyrsti skets fór í loftið árið 1982 þegar hún var 21 árs.

„Ég man að hann sagði eitthvað mjög neikvætt við mig. Hann vissi ekki hvernig hann átti að bera sig að, hann var ekki mjög nærgætinn. Hann kvartaði yfir því að ég væri of stór, of breið. Ég var alveg miður mín,“ sagði Louis-Dreyfus í viðtali á dögunum.

Faðir hennar Gérard lést árið 2016 84 ára að aldri. Eignir hans voru þá metnar af tímaritinu Forbes á um 3,4 milljarða bandaríkjadala.

Louis-Dreyfus vildi ekki segja frá því hvaða skets faðir hennar gagnrýndi en sagðist aldrei hafa verið sammála honum. „Hann hugsaði bara um sjálfan sig, ég íhugað ekki einu sini að segja eitthvað. Og ég segi það með ást og kærleik,“ sagði Louis-Dreyfus.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav