Glímir við minnisskerðingu eftir slys

Amy Grant glímir við minnisleysi eftir að hafa lent í …
Amy Grant glímir við minnisleysi eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi á síðasta ári. AFP

Bandaríska söngkonan Amy Grant glímir við minnisskerðingu eftir að hún lenti í mótorhjólaslysi í júlí á síðasta ári. Segist hún ekki einu sinni muna hverju hún eigi að muna eftir. 

Grant ræddi um slysið og minnisskerðinguna í viðtali við E! News á dögunum. Sagði hún meðal annars frá því að nýlega hefði hún hitt gamla skólavinkonu og farið með henni út að borða. Þá hafi runnið upp fyrir henni hversu miklu hún væri búin að gleyma. 

„Við gistum oft saman þegar við vorum yngri. Ég sagði henni að mér þætti vandræðalegt að spyrja að þessu en gerði það samt og spurði hvort hún og eiginmaður hennar væru enn saman. Hún sagði mér að Douglas hefði látist fyrir sjö árum síðan. Það var eins og ég væri að heyra það í fyrsta sinn,“ sagði Grant.

Grant er 62 ára og á að baki langan feril í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Hún segist nú eiga erfitt með að muna textann við lögin sín. Þrátt fyrir það fór hún á tónleikaferðalag í nóvember, aðeins fjórum mánuðum eftir slysið. 

„Eins og staðan er núna nota ég skjá með texta,“ sagði Grant. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson