Eltihrellir Foy sendur til Bandaríkjanna

Breska leikkonan Claire Foy.
Breska leikkonan Claire Foy. AFP/Michael Tran

Justin Penrose, eltihrellir leikkonunnar Claire Foy, verður leystur úr fangelsi í Bretlandi gegn því að hann snúi aftur heim til Bandaríkjanna. Penrose var dæmdur á síðasta ári fyrir að hafa setið um leikkonuna.

Hlaut hann eitt ár og tíu mánuði í fangelsi og tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Fyrir dómi játaði Penrose, sem er greindur með ofsóknargeðklofa, að hafa brotið nálgunarbann sem Foy fékk gegn honum í júlí á síðasta ári. Sendi hann henni mikinn fjölda tölvupósta og sat um heimili hennar.

Leikkonan, sem sló í gegn sem ung Elísabet II. Bretadrottning í þáttunum Crown á Netflix, sagði í bréfi sem dómari las upp þegar dómur var kveðinn að henni liði eins og hún byggi við minna frelsi en þegar hann var í fangelsi. „Nú lít ég á heiminn sem hættulegri stað,“ sagði Foy meðal annars.

Skilyrði þess að Penrose losni er einnig að hann fari í langtímameðferð á geðdeild áður en hann snýr aftur til Bandaríkjanna. Mun hann búa hjá móður sinni í Flórída. Dómarinn David Aaronberg staðfesti einnig nálgunarbann yfir honum og má hann ekki nálgast Foy á nokkurn hátt, hvorki í gegnum netið né í raunheimum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav