Bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin fagnar í dag 93 afmælinu sínu með heldur óvenjulegum hætti en kappinn gifti sig í fjórða skiptið á ævinni.
Sú heppna er Anca Faur, 63 ára doktor í efnaverkfræði, en hún starfar sem framkvæmdastjóri fyrirtækis Aldrin, Buzz Aldrin Adventures.
Aldrin greindi frá þessu á Twitter.
„Það gleður mig að greina frá því að ég og lífsförunautur minn dr. Anca Faur gengum í hjúskap í dag við litla athöfn í Los Angeles,“ skrifaði geimfarinn.