Reiði og rándýr þerapía

Heidi Shepherd er mikil tilfinningavera.
Heidi Shepherd er mikil tilfinningavera. AFP/Frazer Harrison

Hvers vegna erum við að þessu? Og fyrir hvern eða hverja? Þetta eru grundvallarspurningar sem við glímum öll reglulega við í lífi okkar og leik. Heidi Shepherd, annar rymjara bandaríska grúvmálmbandsins Butcher Babies, virðist vera búin að svara þessu fyrir sína parta, í eitt skipti fyrir öll. Alltént komst hún svona að orði í hlaðvarpinu BREWtally Speaking á dögunum:

„Það er engin list án þróunar. Við verðum að nema nýjar lendur og prófa alls kyns ólíka hluti. Við gerum það ekki fyrir aðdáendur okkar; heldur okkur sjálf. Auðvitað gleður það okkur ef þeim líkar það sem við erum að gera og vilja heyra ákveðna hluti, en það verður líka að vera rúm fyrir mínar eigin tilfinningar á plötum. Það er mín þerapía. Rándýra þerapía. Það skiptir okkur öllu máli.“

Tilefni þessara orða er fjórða breiðskífa Butcher Babies sem væntanleg er í allar betri plötubúðir á næstunni. Á tökkunum er Josh Schroeder, sem meðal annars hefur unnið með Lornu Shore og King 810. Platan verður sumsé löðrandi í tilfinningum, með dágóðum slatta af reiði. Eins og vera ber. Gefum Heidi aftur orðið:

Heidi Shepherd og Carla Harvey, rymjarar Butcher Babies, eru með …
Heidi Shepherd og Carla Harvey, rymjarar Butcher Babies, eru með hressari konum á sviði. AFP/Ethan Miller


„Við höfum verið hljómsveit í 15 ár, þannig að þegar við byrjuðum vorum við reiðir krakkar  – ofboðslega reiðir. Það var margt að reiðast yfir. Síðan fór okkur að vegna vel og við þurftum að skilja fjölskyldur okkar og vini eftir [til að sinna vinnunni]. Það kallaði fram alls kyns tilfinningar og einmanaleika. Fyrir það fengum við útrás á þriðju plötunni. Síðan vorum við allt í einu orðin reið aftur, vegna þess að allt hafði verið tekið af okkur [í heimsfaraldrinum]. Við héldum til Michigan um hávetur og okkur leið meira og minna eins og á fyrstu plötunni – þær tilfinningar blasa við öllum á fjórðu plötunni vegna þess að við erum á sama stað tilfinningalega, þannig lagað séð.“

Nánar er fjallað um Butcher Babies í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav