Harðfiskur með smjöri og sultu

Anton Newcombe á gangi um París.
Anton Newcombe á gangi um París.

Hljómsveitin The Brian Jonestown Massacre heldur tónleika í Gamla bíói 3. mars og bíða þeirra margir með mikilli eftirvæntingu. Anton Newcombe, hinn litríki forsprakki sveitarinnar, ræddi við blaðamann Morgunblaðsins á dögunum og líkti sér við sjálfan Bach hvað varðar eljusemi. Líkt og Bach spilaði hann tónlist á hverjum degi enda væri hún hans mesta ástríða. Ástríða hans fyrir tónlist væri eins og hver önnur ástríða, hvort heldur hún fælist í að mála málverk eða rækta garðinn sinn. „Ég á ekki sjónvarp og er alveg sama um hvað er á Netflix, skilurðu hvað ég meina?“ segir Newcombe. Hann geti alltaf haft ofan af fyrir sjálfum sér og þurfi því ekki sjónvarp.

Newcombe er mikill Íslandsvinur, hefur margoft komið hingað til lands og þar sem hann virðist mikill matgæðingur var ekki annað hægt en spyrja hver væri hans uppáhaldsmatur á Íslandi. Newcombe svarar því til, hálfafsakandi, að það sé hvalur. „Þetta er eins og besta steik og hin margvíslegu sjávarbrögð um leið,“ segir Newcombe og blaðamaður tekur undir það. Segist Newcombe hafa þrætt íslenska veitingastaði og gætt sér á alls konar góðgæti. „En það besta við íslenska matargerð eru rétt eldaðar þorskkinnar,“ segir Newcombe og bætir við að hann eigi líka alltaf um 30 kg af harðfiski í frystinum. „Það sem ég geri við hann, sem aðrir gera ekki, er að ég blanda saman apríkósu- eða rifsberjasultu og bræddu smjöri og dýfi honum í blönduna,“ segir Newcombe og blaðamaður fær vatn í munninn. 

Viðtalið við Newcombe í heild sinni birtist í Morgunblaðinu 19. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant