Vitnaði í drottningu við minningarathöfn Presley

Sarah Ferguson hélt ræðu við minningarathöfn Lisu Marie Presley.
Sarah Ferguson hélt ræðu við minningarathöfn Lisu Marie Presley. AFP

Opin minningarathöfn til heiðurs Lisu Marie Presley fór fram í Graceland um helgina. Sarah Ferguson minntist vinkonu sinnar á sunnudaginn og vitnaði hún í fyrrverandi tengdamóður sína, Elísabetu Bretadrottningu, sem lést í fyrra. 

„Tengdamóðir mín heitin sagði að það væri ekki hægt að segja neitt sem linar þjáningar og sársauka í þessum aðstæðum af því að sorg væri gjaldið sem við greiddum fyrir ástina,“ sagði Ferguson í ræðunni og benti á að drottningin hafði haft rétt fyrir sér. 

Elísabet lét þessi orð falla þegar hún sendi New York-búum skilaboð eftir að tvíburaturnarnir féllu árið 2001 að því fram kemur á vef Page Six. 

Ferguson talaði til dætra Presley en hún á 33 ára dóttur og 14 ára tvíbura. Hún átti einnig son sem lést eftir sjálfsvíg fyrir tæpum þremur árum. Sagði hún fólk styðja við bakið á börnum Presley. 

Aðdáendur heimsóttu gröf Lisu Marie Presley um helgina.
Aðdáendur heimsóttu gröf Lisu Marie Presley um helgina. AFP
Alanis Morissette spilaði þegar Lisu Marie Presley var minnst.
Alanis Morissette spilaði þegar Lisu Marie Presley var minnst. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav