Dalvík breytist í Alaska

Gera má ráð fyrir að Jodie Foster sé á leið …
Gera má ráð fyrir að Jodie Foster sé á leið til Dalvíkur á næstu vikum. Samsett mynd

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru fyrirhugaðar á Dalvík á næstu vikum. Verið er að breyta bænum í Ennis í Alaska í Bandaríkjunum líkt og gert var í Keflavík undir lok nóvember á síðasta ári. 

Greint er frá þessu á vef sveitarfélagsins. Þar segir að flokkur af fólki sé kominn til bæjarins til að setja upp sviðsmynd fyrir þættina. Áætlað er að tökur fari fram frá lokum janúar og fram í febrúar. 

Leikkonan Jodie Foster, sem fór á frumsýningu kvikmyndarinnar Grand Marin í Bíó Paradís á sunnudagskvöld, fer með aðalhlutverk í þáttunum. Um er að ræða umfangsmesta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson