Sara tilnefnd til Óskarsverðlauna

Stutta teiknimyndin My Year of Dicks hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri myndarinnar. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar rétt í þessu. 

Pamelu Ribon er handritshöfundur My Year of Dicks og er myndin framleidd fyrir FX Network. Myndin gerist árið 1991 og segir frá Pam sem er að reyna að missa meydóminn og leita að hinum eina rétta. Hún er sem betur fer með bestu vini sína sér við hlið.  

Sara lauk BA-námi við Listaháskóla Íslands og er með MFA-gráðu í tilraunakenndri kvikun (e. experimental animation) frá CalArts í Kaliforníu. Lokaverkefni hennar þar í námi var tilnefnt fyrir 13 árum til sérstakra Óskarsverðlauna nemenda. Sara hefur síðan starfað vestanhafs og My Year of Dicks hefur unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum.



Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir mynd sína My Year of …
Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir mynd sína My Year of Dicks. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson