Sambandsslitin erfiðasti tíminn í lífinu

Aaron Rodgers og Shailene Woodley hættu saman í fyrra.
Aaron Rodgers og Shailene Woodley hættu saman í fyrra. Samsett mynd

Leik­kon­an Shai­lene Woodley og NFL-stjarn­an Aaron Rod­gers slitu trúlofun sinni í byrjun árs í fyrra. Hollywood-stjarnan lýsir tímabilinu í kjölfarið sem einu því  erfiðasta í sínu lífi en á þessum tíma var hún einnig í tökum á þáttunum Three Sisters. 

„Það var erfitt að vera í tökum af því ég var að ganga í gegnum dimmasta, erfiðasta tíma lífs míns. Það var vetur í New York og einkalíf mitt var glatað svo þetta var eins og að vera í sársaukakúlu í átta mánuði,“ segir Woodley í viðtali við Net-a-Porter um þættina og vísar í sambandsslitin við Rodgers. „Ég var þakklát fyrir að ég fékk að minnsta kosti að fara í vinnuna og gráta og vinna mig í gegnum tilfinningarnar í gegnum hlutverkið mitt.“

Þáttaröðin Three Women var tekin upp frá október 2021 fram í maí 2022. Í febrúar í fyrra var greint frá því að stjörnurnar tvær hefðu slitið sambandi sínu rúmlega ári eftir að þau opinberuðu það. Þau byrjuðu aftur saman stuttu seinna en hættu saman á ný í apríl. 

Woodley fannst erfitt að vera í sambandi sem milljónir manna fylgdust með. „Ég vil halda einkalífinu fyrir mig. Þegar ég birti eitthvað þá fannst mér eins og ég væri að deila of miklu með fólki sem ég treysti ekki endilega,“ segir leikkonan sem er núna búin að eyða smáforritinu Instagram úr símanum. 

Shailene Woodley.
Shailene Woodley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson