Segir engan fót fyrir ásökunum lögreglu

Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu …
Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu í Rúmeníu. AFP/Daniel Mihailescu

„Það er ekkert til sem heitir réttlæti í Rúmeníu,“ sagði áhrifavaldurinn og sparkboxarinn Andrew Tate þegar hann færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í Búkarest í dag. BBC greinir frá.

Tate sagðir engan fót fyrir ásökunum lögreglu en hann og bróðir hans Tristan Tate sæta nú gæsluvarðhaldi. Er þeim gert að sök að hafa skipulagt og tekið þátt í mansali og að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi.

Lögregla hefur ekki enn gefið út ákæru í málinu en bræðurnir og tvær rúmenskar konur voru handtekin hinn 29. desember síðastliðinn. Hin 20. janúar var gæsluvarðhald yfir þeim framlengt til 27. febrúar.

Ákæruvaldið segir bræðurna hafa skipulagt mansalshring. Þeir hafi beitt blekkingum og lokkað til sín fórnarlömb á þeim grundvelli að þeir vildu stofna til ástarsambands. Segir ákæruvaldið að þeir hafi lokkað fórnarlömb sín í húsnæði í úthverfum Búkarest þar sem þau voru misnotuð kynferðislega og neydd til að búa til klámfengið efni. Bræðurnir hafa neitað öllum ásökunum.

Fyrir utan lögreglustöð í Búkarest í dag spurðu fjölmiðlamenn bræðurna hvort þeir hafi lagt hendur á konur. „Auðvitað ekki. Þau vita að við gerðum ekkert rangt,“ sagði Tate.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney