Tólf dagar frá hvarfi Sands

Julian Sands er enn saknað.
Julian Sands er enn saknað. AFP/Alberto Pizzoli

Lögregla í San Bernadino-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum segist ekki hafa fundið nokkur merki um breska leikarann Julian Sands. Hans hefur verið saknað síðan 13. janúar þegar hann skilaði sér ekki aftur úr fjallgöngu í San Gabriel-fjöllum, norður af Los Angeles.

Leitað hefur verið á jörðu niðri sem og úr lofti en enn hafa engin ummerki eftir Sands fundist. Mikil óveður geisuðu á vesturströnd Bandaríkjanna í upphafi árs. Hafa slæm veðurskilyrði hindrað leit á jörðu niðri og gert leitarflokkum erfitt fyrir.

Talsmaður lögreglunnar í San Bernadino sagði að enn væri ekki búið að leita hærra upp í fjöllunum vegna aðstæðna.

Varað hafði verið við fjallgöngum í San Gabriel-fjöllum fyrstu vikur ársins vegna veðurs.

Bifreið Sands fjannst við fjallsrætur Baldy-fjalls í síðustu viku. Fjölskylda hans hefur þakkað auðsýndan samhug á þessum erfiðu tímum og þakkað lögreglu einnig fyrir.

Sands er 65 ára og reis til frægðar í kvikmyndinni A Room With A View sem kom út árið 1985. Hann er búsettur í Los Angeles ásamt eiginkonu sinni Evgenia Citkowitz.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant