Eigur Andrésar fluttar úr höllinni

Eigur Andrésar Bretaprins hafa verið fluttar út úr Buckinghamhöll.
Eigur Andrésar Bretaprins hafa verið fluttar út úr Buckinghamhöll. AFP/Daniel Leal

Karl III. Bretakonungur er byrjaður að taka til í höllinni og stendur nú í framkvæmdum. Eignir bróður hans, Andrésar Bretaprins, hafa nú verið fluttar úr höllinni, en prinsinn var með bæði skrifstofu og aðsetur þar til einkanota.

Þykir því líklegt að nætur Andrésar séu taldar í höllinni. Sun greinir frá og segir að Andrési hafi verið tjáð að ef hann ætlaði sér að dvelja í Lundúnum þyrfti hann að finna sér nýtt aðsetur. Honum stæði St. James-höll til boða, en í Buckinghamhöll myndi hann ekki fá að dvelja lengur.

„Kóngurinn hefur gert það skýrt að í Buckinghamhöll er ekki pláss fyrir Andrés,“ sagði heimildarmaður Sun og sagði að Andrés hafi elskað að hafa aðsetur þar. Þangað hafi hann getað komið með ástkonur eftir að hann skildi við Söruh Ferguson.

Gustað hefur um prinsinn síðustu vikuna en það var Ghislaine Maxwell, dæmd­ur sam­verkamaður kyn­ferðisaf­brota­manns­ins Jef­freys Ep­steins, sem vakti aftur athygli á máli hans þegar hún sagði mynd af þeim með Virginu Giuffre væri fölsuð.

Giuffre og Andrés náðu samkomulagi á síðasta ári og hefur minna verið fjallað um málið síðan þá. Greindu breskir miðlar frá því í vikunni að Andrés hefði hug á að draga í land með samkomulagið, en hann er sagður hafa ætlað að greiða henni gríðarlega háa fjárhæð.

Umsvifamiklar framkvæmdir standa nú yfir á Buckinghamhöll en Karl III. tók við völdum í september á síðasta ári eftir fráfall móður sinnar, Elísabetar II. Bretadrottningar. Um er að ræða framkvæmdir sem munu standa yfir í tíu ár og kosta 369 milljónir sterlingspunda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir