Hugfangin af White Lotus-leikurunum

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er hugfangin af ítölsku leikkonunum Simona Tabasco …
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er hugfangin af ítölsku leikkonunum Simona Tabasco og Beatrice Grannó. Samsett mynd

Þáttaraðir White Lotus hafa slegið rækilega í gegn frá því þær komu út á streymisveitu HBO. Jafnvel Kim Kardashian er hugfangin af þáttunum, og þá sérstaklega af ítölsku leikkonunum sem fara með hlutverk hinna dularfullu vinkvenna, Miu og Luciu, í annarri þáttaröð. 

Í nýjustu herferð Skims fékk Kardashian tvíeykið til að sitja fyrir í væntanlegri valentínusarlínu nærfatamerkisins. „Ég horfði á The White Lotus og varð að fá stelpurnar mínar,“ skrifaði Kardashian við myndaröðina. 

Vinátta sem skín í gegn

Leikkonurnar Simona Tabasco og Beatrice Grannó, sem eru báðar frá Napólí á Ítalíu, skutust hratt upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk þeirra í þáttunum. Þar leika þær bestu vinkonur sem svindla pening út úr ríkum mönnum. 

Tabasco og Grannó voru vinkonur áður en þær fengu hlutverk í þáttunum og því óhætt að segja að vinátta þeirra hafi skinið skært í þáttunum, en það gerir hún líka í nýjustu herferð Skims. 

„Hún er snillingur í markaðssetningu“

„Að fá að vera með í alþjóðlegri tískuherferð með Beatrice sem fagnar vináttu, konum, og því að upplifa sig sterka og kynþokkafulla í eigin líkama er svo gefandi,“ sagði Tabasco í fréttatilkynningu frá Skims. 

Kardashian hefur fengið mikið lof fyrir myndirnar og markaðssetninguna. „Að fá rísandi stjörnur úr White Lotus þáttunum í Skims herferð? Hún er snillingur í markaðssetningu,“ skrifaði Sam Stryker á Twitter.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin