Opinberar samband sitt og ungu kærustunnar

Fyrrverandi kærasti Shakiru hefur nú opinberað ástarsamband sitt við hina …
Fyrrverandi kærasti Shakiru hefur nú opinberað ástarsamband sitt við hina 23 ára gömlu Clöru Chiu Marti. Samsett mynd

Fótboltamaðurinn Gerard Piqué, fyrrverandi kærasti tónlistardívunnar Shakiru, hefur opinberað nýju kærustuna, hina 23 ára gömlu Clöru Chiu Marti, á Instagram.

Sögur segja að neistinn milli þeirra hafi kviknað á meðan fótboltamaðurinn var enn með Shakiru, en hún gaf nýlega út lag sem sagt er að fjalli um meint framhjáhald Piqué og Marti.

Piqué og Shakira skildu á síðasta ári eftir að hafa verið saman í ellefu ár. Þau eiga saman tvo syni, þá Milan og Sasha. 

Fótboltamaðurinn skrifaði engan texta við myndina á Instagram, en athugasemdunum rigndi inn á færsluna. „Ég myndi skammast mín,“ skrifaði einn notandi á meðan annar sagði: „Ímyndaðu þér að eyðileggja fjölskyldulíf þitt með konunni þinni og börnum vegna þess að þú getur ekki haldið honum í buxunum.“

Sultan kom upp um framhjáhaldið

Shakira er sögð hafa komist að meintu framhjáhaldi Piqué og Marti þegar hún opnaði ísskápinn á heimili sínu eftir að hafa verið á ferðalagi. Þá hafi hún séð að sultukrukkur hefðu horfið úr ísskáp þeirra, en hvorki Piqué né synir þeirra tveir borðuðu sultu. 

Fyrr í mánuðinum kom Shakira aðdáendum sínum svo á óvart þegar hún gaf út lag þar sem hún gerir kaldhæðnislegt grín af Piqué og Marti, en í textanum fer hún ansi ófögrum orðum um parið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason