Missti andann í beinni og hugurinn hvarflaði aftur

„Það var lítið annað í stöðunni en að taka á sprett,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2, um óvanalegt atvik í beinni útsendingu í fyrradag, þar sem hann þurfti að gera stutt hlé á fréttalestrinum til þess að hreinlega ná andanum.

Kolbeinn var mættur inn í hljóðver til þess að lesa fréttir klukkan 17, þegar læddist að honum óþægilegur grunur.

Kom í ljós súrefnisskortur

„Það kom í ljós að ég hafði ekki aðgang að fréttatímanum sem ég var búinn að semja inni í stúdíóinu,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Þurfti hann því að koma sér aftur í tölvuna sína – sem sökum framkvæmda tók um eina mínútu, í stað tíu sekúndna eins og vanalegt er. Þegar hann kom aftur eftir sprettinn var fréttastefið þegar byrjað.

„Þannig já, ég kom bara inn í stúdíóið og kveikti á mæknum. Það kemur í ljós að ég er bara ekki með nógu mikið súrefni til að geta flutt fréttirnar eins og venjulega.“

„Ég hugsaði að sjálfsögðu til hennar, því ég held að …
„Ég hugsaði að sjálfsögðu til hennar, því ég held að hún hafi ekki verið endilega neitt stressuð frekar en ég á sínum tíma – ég hugsa að hún hafi bara komið á hlaupum,“ segir Kolbeinn Tumi glettinn. Samsett mynd

Fréttastofa í kasti

Kolbeinn Tumi segir fréttastofuna hafa séð húmorinn í þessu og gert óspart grín að þessu, en sem fréttastjóri er hann yfir deildinni.

„Það vita þetta allir – að þú getur ekkert verið að lesa fréttir í útvarpi eftir að hafa tekið á sprettinn, og ég veit það alveg líka, en þarna var ég bara eiginlega ekki í stöðu til þess að gera neitt annað.“

Sló hann því einfaldlega á létta strengi, baðst afsökunar og lofaði rólegri fréttatíma kl. 18, en upptökuna má heyra hér að ofan.

Ættu allir að prófa

Kolbeinn Tumi kveðst strax hafa hugsað til Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings sem lenti í sambærilegu atviki á Stöð 2 um árið – atviks sem frægt varð.

„Hún var einhvern tímann titluð „stressaða veðurfréttakonan“,“ segir Kolbeinn Tumi og heldur áfram:

„Ég hugsaði að sjálfsögðu til hennar, því ég held að hún hafi ekki verið endilega neitt stressuð frekar en ég á sínum tíma – ég hugsa að hún hafi bara komið á hlaupum.

Það ættu náttúrulega bara allir að prófa að taka hundrað metra hlaup og byrja síðan að segja einhverja sögu,“ segir Kolbeinn Tumi glettinn.

Fengið nokkur skilaboð

„Það er ekkert annað að gera en að hlæja bara að þessu. Síðan er bara nýr dagur. Nú er ég að fara að lesa tímann aftur klukkan fimm, við verðum að sjá hvernig til tekst,“ sagði hann við blaðamann í gær.

Og þolið er alveg í lagi?

„Þolið er allt í lagi. Það hafa nokkrir sent mér skilaboð og spurt hvort ég sé ekki í neinu formi. Ég er ekki í neinu sérstöku formi en ekki í neinu ömurlegu formi. Ég spila mína fótboltaleiki og keppi í tennis og fer út að hlaupa, en ég er ekkert að fara út að hlaupa með Mari Jaersk.“

Hlusta má á allan fréttatímann hér fyrir neðan, sem hefst á tímastimplinum 56.13:

 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin