Sagður hafa verið of fljótur að semja

Andrés Bretaprins gerði samkomulag við konuna sem sakaði hann um …
Andrés Bretaprins gerði samkomulag við konuna sem sakaði hann um að hafa brotið á sér kynferðislega. AFP/Daniel Leal

Ghislane Maxwell hefur komið til varnar prinsinum með viðtali úr fangelsinu. Sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir um að það sé nóg til þess að lægja öldurnar í kringum Andrés prins.

Við fyrstu sýn mætti halda að tímasetning viðtalsins væri Andrési prins í hag en honum er mikið í mun að rétta stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar og fá að vera viðstaddur krýningu kóngsins. Í viðtalinu heldur Maxwell því fram að myndin af honum og Virginíu Giuffre væri fölsuð. Þá dregur hún líka í efa sannleiksgildi annarra sagna Giuffre og segir hana hafa breytt sögum sínum ótal oft.

Finnur fyrir létti eftir viðtalið

Daphney Barak tók viðtalið við Maxwell trúir því að prins Andrés sé feginn að fá þennan stuðning og að Maxwell hafi fallist á viðtalið til þess að hjálpa honum. „Einhver sem var þarna er að styðja hans sögu og hann finnur fyrir létti,“ segir Barak í viðtali við The Times.

„Ég þekki marga sem standa honum mjög nærri. Nú eru allir á þeirri skoðun að hann hafi gefist of fljótt upp, verið of fljótur til að semja. Hann hefur misskilið stöðuna og ekki áttað sig á að um leið og hann væri sviptur titlum þá fengi hann þá ekki aftur. Þetta er erfiður raunveruleiki fyrir hann að sætta sig við.

Ef hann var þvingaður til þess að semja um eitthvað sem hann gerði ekki... það er eitthvað sem verið er að skoða af lögfræðingum og ég get staðfest það.“

Engar líkur á að rifta samkomulaginu

Mark Stephens meðeigandi hjá Howard Kennedy og sérfræðingur í meiðyrðum segir að Andrés prins eigi ekki möguleika á að ógilda samninginn.

„Hann ákvað að ganga að samningsborðinu og naut aðstoðar lögfræðinga sérhæfða í slíkum málum. Það þarf mjög sérstakar aðstæður til þess að rifta slíku samkomulagi. Hann samdi því það voru yfirgnæfandi gögn gegn honum. Það eru engar líkur á að þetta verði endurskoðað. Þetta mun ekki valda Guifrre og lögfræðingi hennar neinar áhyggjur.“

Myndin sem Maxwell segir vera falsaða.
Myndin sem Maxwell segir vera falsaða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler