Lofsamar Caprio fyrir að nenna á djammið

Leonardo DiCaprio er duglegur að djamma.
Leonardo DiCaprio er duglegur að djamma. AFP

„Ég elska að hann er enn að fara á djammið, þú veist, hann fer á snekkjur. Ég er viss um að hann fer á klúbbana,“ sagði leikkonan Drew Barrymore um hinn 47 ára gamla leikara Leonardo DiCaprio.

DiCaprio er duglegur að skella sér á djammið og reglulega berast fréttir af honum á hinum og þessum stað í stórborgum Bandaríkjanna.

DiCaprio kom til tals í spjallþætti Barrymore þegar hún ræddi við Sam Smith. Smith sagði frá því að DiCaprio hafi verið fyrsta manneskjan sem hán man eftir að hafa verið skotið í.

Smith sagði að DiCaprio væri enn „óþekkur strákur“ og var Barrymore sammála. „Ég veit. Ég elska það,“ sagði Barrymore en hún er ári eldri en hinn félagslyndi DiCaprio.

Síðast bárust fréttir af DiCaprio á St. Barts þar sem hann djammaði með fyrirsætunni Victoria Lamas, tónlistarmanninum Drake og leikaranum Toby Maguire.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin