Fær 1,4 milljarða í arf frá fyrrverandi

Pamela Anderson mun erfa 10 milljónir bandaríkjadala frá fyrrverandi eiginmanni …
Pamela Anderson mun erfa 10 milljónir bandaríkjadala frá fyrrverandi eiginmanni sínum Jon Peters. AFP

Þótt Pamela Anderson og kvikmyndaframleiðandinn Jon Peters hafi verið gift í innan við tvær vikur er Anderson getið í erfðaskrá Peters. Á hún von á 10 milljónum bandaríkjadala, eða um 1,4 milljörðum króna, þegar hann fellur frá.

„Í hjarta mínu mun ég alltaf elska Pamelu,“ sagði Peters í viðtali við Variety. „Í erfðaskránni minni stendur að hún muni fá tíu milljónir við andlát mitt. Og hún veit það ekki einu sinni. Enginn veit það,“ sagði Peters og bætti við að þetta væri í fyrsta skipti sem hann segði frá því. „Þannig að ég ætti eiginlega ekki að vera að segja þetta. Þetta er fyrir hana, hvort sem hún þarf þennan pening eða ekki,“ sagði Peters.

Peters er 77 ára og kynntust þau fyrst þegar hann var 55 ára, skömmu eftir að hún flutti til Los Angeles í Bandaríkjunum frá Kanada. Hann gerði hosur sínar grænar fyrir Anderson á þeim tíma en hafði ekki erindi sem erfiði.

Árið 2020 hittust þau aftur og á stuttum tíma voru þau búin að ganga í hjónaband. Hjónaband þeirra entist þó ekki lengi, aðeins tólf daga. Anderson sagði í viðtölum á þeim tíma að þau skildu þó ekki í illu og að hún elskaði hann.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin