Þrjú pálmatré úr Smáralind á leið til Vestmannaeyja

Trén sem einkennt hafa Vetrargarðinn í Smáralind eru til sölu. …
Trén sem einkennt hafa Vetrargarðinn í Smáralind eru til sölu. Þrjú fara til Vestmannaeyja og þá eru tvö eftir. Samsett mynd/Efnisveitan

„Þetta eru ofsalega flott og vönduð tré sem voru upphaflega keypt til Smáralindar þegar Vetrargarðurinn var opnaður á sínum tíma og var ætlað að skapa þessa suðrænu stemningu sem ég held að allir hafi upplifað þegar þeir komu þangað,“ segir Hugi Hreiðarsson, annar eigenda Efnisveitunnar.

Efnisveitan auglýsti fimm pálmatré úr Smáralind til sölu í morgun á 150 þúsund krónur stykkið án virðisaukaskatts og hefur mikill áhugi verið fyrir þeim. Svo mikill að þrjú tré eru seld og því standa aðeins tvö eftir.

„Þessi tré sem eru farin voru keypt til Vestmannaeyja. Þeir eru framsæknir þarna í Eyjum og sjá möguleikana sem fylgja þessum trjám. Það er ekki á hverjum degi sem við erum að miðla svona og verður örugglega langt þangað til við miðlum svona aftur,“ segir Hugi. Þetta er þó alls ekki fyrsti hluturinn sem vekur athygli hjá Efnisveitunni en í síðustu viku miðluðu þeir áfram barnum úr Súlnasal Hótel Sögu.

„Maður er ekkert að flytja þetta upprétt“

Spurður hvort það sé ekki meiriháttar fyrirtæki að flytja svona tré til Vestmannaeyja segir Hugi það nú ekki vera flókið að flytja nokkur pálmatré til Eyja.

„Maður setur þau á hliðina og fær sér langan sendibíl, og kannski kerru fyrir aftan. Síðan keyrir maður þetta bara í Herjólf. Maður er ekkert að flytja þetta upprétt,“ segir Hugi. Trén eru um sex til sjö metra há. 

Hann segir mikla framsækni vera hjá Smáralind sem hafi valið að selja trén áfram frekar en að setja þau í endurvinnslu.

„Það hefði verið mikil synd að búta þetta niður og setja í endurvinnsluna. Það er gaman að sjá að þau verði sett upp í Eyjum, svo maður tali nú ekki um ef þau verða dregin fram á Þjóðhátíð, ef það viðrar vel til,“ segir Hugi. Hann kveðst spenntur fyrir því að sjá hvert síðustu tvö trén fari, en ljóst er að þau geta farið hvert á land sem er, fyrst vandalaust er að flytja þau til Vestmannaeyja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson