Brown hitti íslensku hetjuna sína

Derren Brown heldur úti sýningu á West End í Lundúnum.
Derren Brown heldur úti sýningu á West End í Lundúnum. AFP

Heimsfrægi breski sjónhverfingamaðurinn Derren Brown réði sér vart fyrir kæti þegar píanóleikarinn Víkingur Ólafsson varð á vegi hans um helgina.

Greindi Brown frá þessu á Twitter og deildi um leið mynd af fundi þeirra beggja, en Víkingur var gestur á sýningunni Showman sem Brown heldur úti á West End í Lundúnum. Helstu gagnrýnendur hafa lofað sýninguna, sem frumsýnd var í desember.

Ljóst er að Brown heldur mikið upp á íslenska tónlistarmanninn.

„Ég reyni að hitta ekki hetjur af þessu kalíberi,“ skrifar skemmtikrafturinn og bætir við að hann hafi átt erfitt með sig á því augnabliki þegar smellt var af.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir