Tjáir sig um sonarmissinn

Stephanie Seymour missti son sinn Harry Brant fyrir tveimur árum …
Stephanie Seymour missti son sinn Harry Brant fyrir tveimur árum síðan. Skjáskot/Instagram

„Ef ég held að eitthvað myndi gleðja Harry, þá geri ég það, og það hjálpar mér að takast á við sorgina,“ segir ofurfyrirsætan Stephanie Seymor. Seymor og eiginmaður hennar Peter Brant misstu son sinn, fyrirsætuna Harry Brant, fyrir tveimur árum síðan en hann lést eftir að hafa tekið of stóran skammt fíkniefna. Hann var aðeins 24 ára en hafði glímt við fíknivanda.

Seymour tjáði sig um sonarmissinn í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.

Brant var fyrirsæta eins og mamma hans og hafði einstakan smekk á fötum. Í myndatökunni fyrir forsíðu WSJ klæðist Seymour einmitt einum af uppáhaldsjakkafötum sonar síns, jakkafötum frá Saint Laurent eftir Heidi Slimane.

„Þetta eru jakkaföt sem hengu lengi í fataherberginu mínu, sem er stórt herbergi með öllu dótinu mínu. Ég farða mig þar. Ég bý eiginlega í þessu herbergi,“ sagði Seymour. „Ég horfði á þessi föt einn daginn og hugsaði með mér að prófa að fara í þau. Þau passa á mig,“ sagði Seymour og bætti við að það veitti henni góða tilfinningu að klæðast fötum hans.

Seymor og Brant hafa farið saman í gegnum sorgina og segir hún að fátt hafi hjálpað þeim eins mikið og barnabörnin. „Ég reyni bara að vera í núinu. Stórhátíðirnar eru erfiðar, og ég er viss um að annað fólk tengi við þetta, því það er svo erfitt þegar maður er alltaf að hugsa um hvað vanti,“ sagði Seymour. „Ekkert hefur hjálpað mér eins mikið og barnabörnin,“ segir Seymour sem elskar að vera „Stephanie amma“. Elsti sonur þeirra, Dylan Brant, eignaðist son í október og heitir hann eftir Harry Brant.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson