Dr. Phil kveður eftir tvo áratugi á skjánum

Philip McGraw, betur þekktur sem Dr. Phil, og eiginkona hans …
Philip McGraw, betur þekktur sem Dr. Phil, og eiginkona hans Robin Jameson. Ljósmynd/wikipedia.com

Þættir sjónvarpssálfræðingsins Philip McGraw, Dr. Phil, eru senn á enda eftir rúma tvo áratugi á skjánum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 16. september árið 2002, en alls hefur hann framleitt 21 þáttaröð og 3.505 þætti. 

„Í þáttunum höfum við hjálpað þúsundum gesta og milljónum áhorfenda í gegnum allt frá fíkn og hjónabandsvanda yfir í andlega líðan og uppeldi barna. Þetta hefur verið ótrúlegur kafli í lífi mínu og feril mínum,“ sagði McGraw í samtali við Variety.

„Öllum leið bara frekar illa“

Rúmt ár er liðið frá því að fyrrverandi og núverandi starfsmenn þáttanna stigu fram og tjáðu sig um erfitt umhverfi á tökustað. „Öllum leið bara frekar illa. Þú gekkst inn í bygginguna og fannst fyrir óttanum og kvíðanum í loftinu,“ útskýrði einn fyrrverandi starfsmaður við BuzzFeed News.

„Dr. Phil, þátturinn um geðheilbrigði þar sem allir starfsmenn þáttarins hafa hræðilega geðheilsu vegna þess að vinnuaðstæðurnar eru mjög slæmar,“ bætti hann við. Þá greindu aðrir starfsmenn frá því að fá martraðir á nóttunni þar sem þeir dreymdu að þeir voru að mæta í vinnunna, á meðan aðrir voru ósammála staðhæfingunum og sögðu að þó andrúmsloftið gæti verið þungt þá hefði það alltaf verið fagmannlegt.

Nýtt efni í bígerð

Ólíklegt þykir að McGraw muni kveðja skjáinn endanlega þó þættir hans séu á enda, en hann er sagður vera með nýtt verkefni í bígerð sem er væntanlegt á skjáinn á næsta ári.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir