Íhugar að fjárfesta í knattspyrnuliðinu Arsenal

Leikkonan Reese Witherspoon íhugar að fjárfesta í knattspyrnuliðinu Arsenal.
Leikkonan Reese Witherspoon íhugar að fjárfesta í knattspyrnuliðinu Arsenal. Samsett mynd

Leikkonan Reese Witherspoon, sem var metin ríkasta kona heims árið 2021 af bandaríska tímaritinu Forbes, íhugar nú að fjárfesta í knattspyrnuliðinu Arsenal. Auðæfi hennar eru metin á um 400 milljónir bandaríkjadala, sem gera rúmlega 56,5 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Witherspoon kom nýverið fram í þættinum The One Show á BBC, en þar var hún spurð hvort hún hefði hugsað sér að feta í fótspor Ryan Reynolds og Rob McElhenney með því að fjárfesta í bresku liði.

„Ef það er pláss í Arsenal, þá væru synir mínir og allir mjög spenntir. Það er uppáhaldsliðið okkar. Við horfðum á leikinn um daginn. Hann var trylltur! Þetta er liðið okkar,“ svaraði leikkonan. Spyrillinn, Jermaine Janas, sem áður var miðjumaður hjá knattspyrnuliðinu Tottenham sagði þá í gríni að hún hafi bókstaflega valið aðal keppinauta hans.

Á farsælan feril að baki

Witherspoon á að baki afar farsælan leikaraferil að baki í Hollywood, en á rúmum 30 árum hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, en hún hefur lengi verið í hópi launahæstu leikkvenna heims.

Auðæfi leikkonunnar má hins vegar líka rekja til ýmissa viðskipta sem hún hefur átt í, en árið 2016 stofnaði hún til að mynda framleiðslufyrirtækið Hello Sunshine sem framleiðir vinsæla smelli á borð við Big Little Lies og Little Fires Everywhere.

Í ágúst árið 2021 seldi Witherspoon hluta í fyrirtækinu til fjölmiðlafyrirtækisins Candle Media fyrir 900 milljónir bandaríkjadala, sem gera rúma 127 milljarða íslenskra króna. Hún stofnaði síðar Reese’s Book Club og er einnig eigandi fatalínunnar Draper James.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson