Bregst við starfslokum fyrrverandi

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Gisele Bündchen hefur brugðist við þeim stórfréttum að fyrrverandi eiginmaður hennar, Tom Brady, sé nú hættur í NFL-deildinni fyrir fullt og allt.

Brady er sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, en hann hefur leikið 23 tímabil samfleytt í deildinni. Hann tilkynnti á Instagram-reikningi sínum að hann hefði nú ákveðið að hætta. „Ég kem mér beint að efninu. Ég er að hætta, fyrir fullt og allt,“ sagði Brady í myndskeiðinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Tom Brady (@tombrady)

Bündchen skrifaði ummæli við myndskeiðið þar sem hún óskaði fyrrverandi eiginmanni sínum alls hins besta.

Gisele Bündchen óskaði fyrrverandi eiginmanni sínum alls hins besta.
Gisele Bündchen óskaði fyrrverandi eiginmanni sínum alls hins besta. Skjáskot/Instagram

Gaf Brady afarkosti

Skilnaður Bündchen og Brady vakti mikla athygli og rataði mikið í fjölmiðla, en þau skildu í október á síðasta ári eftir 13 ára hjónaband. Fyrir ári síðan lagði Brady skóna á hilluna en snérist fljótt hugur og ákvað að halda áfram með ferilinn í NFL-deildinni. 

Sú ákvörðun er sögð hafa haft mikil áhrif á hjónabandið og í kjölfarið hafi fyrirsætan sett Brady afarkosti. Annaðhvort myndi hann hætta í ruðningnum eða hún færi frá honum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur reynst varsamt að tengja sig um of við einstaka hluti. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn ef upp kemur vandamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur reynst varsamt að tengja sig um of við einstaka hluti. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn ef upp kemur vandamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin