Er þetta rosalegasti bíósalur landsins?

Lúxussalurinn Ásberg í Sambíóunum Kringlunni er opinn.
Lúxussalurinn Ásberg í Sambíóunum Kringlunni er opinn. Ljósmynd/Jón Páll

Sambíóin opna á morgun, föstudaginn 3. febrúar, lúxussalinn Ásberg í Kringlunni. Salurinn var tekinn í nefið í umsvifamiklum framkvæmdum í Kringlunni en bíósalurinn býður upp á það allra besta sem völ er á þegar kemur að hljóm- og myndgæðum. 

Ásberg rúmar 72 manns. Sætin eru fyrsta flokks með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér, til dæmis þráðlausri hleðslu fyrir snjallsíma. Einnig lumar salurinn á nýjung hér á landi þegar kemur að bíóupplifun en fremst í salnum eru glæsileg legusæti þar sem virkilega er hægt að láta fara vel um sig líkt og í sófanum heima. Aftast í salnum er svo að finna sérstök parasæti eða „private panel“ þar sem pör geta legið þétt saman og notið sýningarinnar.

Breytingarnar taka mið af nýjum tímum í upplifun kvikmyndahúsagesta, sem vilja njóta gæða kvikmyndarinnar í einstökum Dolby Atmos hljómgæðum og mynd í góðum félagsskap á tímum streymisveitna og annarra tækniframfara. Þannig ganga kvikmyndahúsin enn í endurnýjun lífdaga og taka mið af breyttum þörfum í margbreytilegum heimi.

Paolo Gianfrancesco hjá THG Arkitektum sá um að hanna endurbæturnar á húsnæðinu þar sem upplifun og þarfir bíógesta voru hafðar að leiðarljósi en á sama tíma passað upp á að viðhalda þeim góða anda og stemningu sem ætíð er að finna í Sambíóunum Kringlunni. Opnunartími bíósins verður lengri en víða annars staðar en sýningar munu hefjast fyrr á daginn og um helgar verður boðið upp á morgunbíó sem vonandi kemur fjölskyldufólki og öðrum morgunhönum sérlega vel. Áfram er bíóið jafnframt heimavöllur óperusýninga utan úr heimi, eins og verið hefur um árabil.

Ljósmynd/Jón Páll
Ljósmynd/Jón Páll
Ljósmynd/Jón Páll
Ljósmynd/Jón Páll
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir