Getur ekki hugsað sér að fara á stefnumót

Leikkonan Susan Lucci missti eiginmann sinn í fyrra eftir 52 …
Leikkonan Susan Lucci missti eiginmann sinn í fyrra eftir 52 ára hjónaband. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Susan Lucci varð ekkja í fyrra þegar hún missti eiginmann sinn til 52 ára, Helmut Huber, í mars 2022. Hún segist ekki geta ímyndað sér að fara á stefnumót eftir andlát eiginmanns síns.

Lucci er þekktust fyrir að fara með hlutverk Arica Kane í sápuóperunni All My Children frá árinu 1970 til 2011. Þar að auki hefur hún farið með hlutverk í þáttaröðunum Dallas, Hot In Cleveland og Army Wives. Hún var einnig kynnir á Saturday Night Live árið 1990.

Kynntust á sjöunda áratugnum

Hjónin kynntust á veitingastað á Garden City-hótelinu á Long Island á sjöunda áratugnum, en þá var Lucci þjónn og Huber yfirkokkur. Þau giftu sig í september árið 1969 og eignuðust tvö börn. 

Of snemmt að íhuga rómantík

Í samtali við Page Six sagði Lucci ekki hafa neinn áhuga á stefnumótum. „Nei, ég get ekki ímyndað mér það,“ sagði leikkonan og útskýrði að það væri of snemmt fyrir hana að byrja að íhuga rómantík. „Það eru bara tíu mánuðir síðan. Það er ekki langur tími.“

Missirinn hefur reynst Lucci erfiður, en hún segist þó sem betur fer vera ansi upptekin enda eigi hún mikið af góðum vinum sem halda henni félagsskap og fara með henni út. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin