Glitter laus eftir átta ár í fangelsi

Fyrrum poppstjarnan Gary Glitter er laus úr fangelsi.
Fyrrum poppstjarnan Gary Glitter er laus úr fangelsi. AFP

Fyrrverandi poppstjarnan Gary Glitter hefur verið látinn laus úr fangelsi. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2015 fyrir misnota þrjár ungar stelpur kynferðislega. Hann hefur því aðeins afplánað helminginn af dómnum.

Glitter er 79 ára og heitir réttu nafni Paul Gadd.

Hann var ein skærasta poppstjarnan á áttunda áratug síðustu aldar. Á hann meðal annars lögin, I am the Leader of the Gang, I Love You Love Me Love og Come On Come In Get On.

Glitter komst fyrst í kast við lögin árið 1999 þegar hann viðurkenndi að hafa undir höndum yfir 4 þúsund myndir af barnaníðsefni. Hann var framseldur frá Kambódíu árið 2002 og sakfelldur í Víetnam árið 2006 fyrir að misnota tvær ungar stúlkur kynferðislega. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. 

Þegar hann sneri aftur til Bretlands var hann skráður á lista yfir dæmda barnaníðinga fyrir lífstíð. 

Glitter var á hátindi ferils síns þegar hann réðst á tvær stúlkur, 12 og 13 ára gamlar, en hann hafði boðið þeim baksviðs í búningsherbergi sitt. Yngsta fórnarlamb hans var ekki orðið 10 ára þegar hann skreið upp í rúm til hennar og reyndi að nauðga henni árið 1975.

Þegar Glitter var dæmdur í fangelsi sagði dómarinn Alistair McCreath að hann hafi ekki komið auga á nokkuð sem gæfi til kynna að hann sæi eftir brotum sínum. „Þú skaðaðir þær allar raunverulega og til langs tíma. Þú gerðir það ekki af neinni annarri ástæðu nema til þess að fá útrás kynferðislega,“ sagði dómarinn við uppkvaðningu dómsins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir