Gömul sápa gengur aftur

​Helena Bonham Carter er vön að leika konur sem í …
​Helena Bonham Carter er vön að leika konur sem í raun og veru voru til. AFP/Chris Delmas

Bretar fara sjaldan öruggu leiðina í gerð leikins efnis í sjónvarpi. Nú hafa þeir gert myndaflokk um löngu látna sápuóperustjörnu sem enginn man eftir. Stöff sem getur varla klikkað!

Þegar maður rekst á frétt um nýjan sjónvarpsmyndaflokk um löngu látna og löngu gleymda sápuóperustjörnu sem engir þekktu nema allra skjáelsk­ustu Bretarnir þá hlýtur forvitnin að fá lausan tauminn. Noele Gordon sagði mér ekki neitt né heldur Nolly, en það var þessi ágæta kona víst kölluð á sinni tíð. Og þátturinn sem hún lék í? Crossroads eða Krossgötur. Munið þið eftir honum? Nei, ég hélt ekki.  

Fleiri voru í myrkrinu. „Noele Gordon var heillandi, margslungin og kjörkuð kona  – sem ég hafði ekki hugmynd um fyrr en ég las handrit Russells T. Davies,“ sagði aðalleikkonan í nýju þáttunum, Helena Bonham Carter, í samtali við Manchester Evening News, þegar tökur voru að hefjast í fyrra. Manchester Evening News alltaf fyrst með fréttirnar. „Ég er í skýjunum með að taka þátt í því að segja sögu Nolly sem flestir eru búnir að gleyma. Þetta var löngu tímabært. Handrit Russells er snilldin ein og ég vona að ég valdi hvorki honum né Nolly vonbrigðum.“

Loksins mun sannleikurinn koma fram

Sjálfur beið Davies lengi eftir að segja þessa sögu. „Eitt af fyrstu verkefnum mínum í sjónvarpi var að skrifa prufuhandrit fyrir Krossgötur og mig hefur í 40 ár langað að skrifa söguna af því sem átti sér stað að tjaldabaki. Loksins mun sannleikurinn koma fram.“

Noele Gordon, eða Nolly, í hlutverki sínu í sápuóperunni Krossgötum.
Noele Gordon, eða Nolly, í hlutverki sínu í sápuóperunni Krossgötum. ITV


Breska sjónvarpsstöðin ITV, en þar var Nolly frumsýnd í vikunni, segir í kynningu að þættirnir séu „ástarbréf til sjónvarpsgoðsagnar og sturluðu sápunnar sem hún lék í“. Ennfremur er rætt um snarpt, hlýtt og hjartnæmt portrett af gleymdri gyðju. 

Polly Hill, dagskrárstjóri leikins efnis hjá ITV, segir handrit Davies mergjað og frábæran virðingarvott við Nolly sjálfa. „En um leið er það virðingarvottur við ást okkar á sápuóperum og þær ótrúlegu konur sem þær hafa fært okkur. Helena Bonham Carter verður stórkostleg Nolly.“

Nánar er fjallað um Nolly í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin