Sat föst í umferð og kom seint

Beyoncé Knowles sat föst í umferðinni og var ekki viðstödd …
Beyoncé Knowles sat föst í umferðinni og var ekki viðstödd þegar hún vann fyrstu verðlaun sín þetta kvöldið. AFP/Valerie Macon

Tónlistarkonan Beyoncé Knowles sat föst í umferð og kom seint á Grammy-verðlaunahátíðina í gærkvöldi. Verðlaunahátíðin fór fram í Crypto.com-höllinni í Los Angeles og myndaðist umferðaröngþveiti fyrir utan höllina.

Beyoncé var því ekki viðstödd þegar hún hlaut fyrstu verðlaun sín um kvöldið, verðlaun fyrir besta R&B-lagið. Það gerði þó ekkert til því Terius Nash og Nile Rodgers tóku á móti verðlaununum fyrir hana.

Alls hlaut hún fern verðlaun á hátíðinni. Búið var að veita henni tvenn verðlaun fyrir hátíðina og náði hún svo að taka á móti verðlaunum fyrir bestu dans/rafrænu plötuna síðar um kvöldið.

Skráði hún sig þar með í sögubækurnar en hún hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra, alls 32 verðlaun.

Beyoncé hefur hlotið alls 32 Grammy-verðlaun á ferli sínum.
Beyoncé hefur hlotið alls 32 Grammy-verðlaun á ferli sínum. Getty Images via AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir