Þóra Arnórsdóttir hættir hjá Rúv

Þóra Arnórsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu.
Þóra Arnórsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu. Þetta staðfestir Þóra í samtali við mbl.is.

„Það verða 25 ár í haust síðan ég byrjaði á Rúv. Þá er bara góður tími til að skipta um starfsvettvang. Það er ekkert drama, það alveg fjarri því að vera einhver dramatík í kringum þetta,“ segir Þóra.

Þóra segist vera búin að ákveða hver næstu skref verða en segir ekki tímabært að segja frá hvert hún haldi næst að svo stöddu. Spurð hvort hún ætli að halda áfram að starfa í fjölmiðlum segir hún nei.

Kveikur hóf göngu sína haustið 2017 og hefur Þóra ritstýrt þáttunum frá upphafi með einu hléi frá 2019 til 2020. Þóra stýrði spurningaþættinum Útsvari frá 2007 til 2017.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant