Lukas Graham í Silfurbergi í apríl

Lukas Forchhammer.
Lukas Forchhammer.

Danska hljómsveitin Lukas Graham heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 26. apríl næstkomandi. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2016 og á henni var lagið „7 Years“ sem hlaut þrjár tilnefningar til Grammy-verðlauna og hefur laginu verið streymt yfir 1,5 milljarðs sinnum á Spotify og álíka oft á YouTube.

Sveitin hefur átt fleiri smelli, m.a. „Love Someone“, „Mama Said“, „You´re Not There“ og „Drunk in the Morning“. 

Ný plata Lukas Graham, Pink, er nýkomin út og á henni má finna lagið „I Wish You Were Here (feat. Khalid)“ sem hefur gert það gott. 

Hljómsveitin er skipuð söngvaranum og hljóðfæraleikaranum Lukas Forchhammer, bassaleikaranum Magnus Larsson og trommaranum Mark Falgren. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin