Passar enn í Baywatch-sundbolinn

Leikkonan Pamela Anderson segist enn passa í sundbolinn fræga sem …
Leikkonan Pamela Anderson segist enn passa í sundbolinn fræga sem hún klæddist í þáttaröðum Baywatch. Samsett mynd

Leikkonan Pamela Anderson segist enn passa í rauða sundbolinn sem hún klæddist í hinum geysivinsælu þáttum Baywatch á tíunda áratugnum. Í dag noti hún hann þó aðallega sem „partítrix.“

Baywatch þættirnir komu fyrst út árið 1989 og nutu mikilla vinsælda, en alls komu út 11 þáttaraðir á þeim 13 árum sem þættirnir voru teknir upp. Anderson fór með hlutverk Casey Jean Parker í þáttunum.

Pamela Anderson í hlutverki Casey Jean Parker.
Pamela Anderson í hlutverki Casey Jean Parker. Ljósmynd/imdb.com

Notar sundbolinn sem „partítrix“

„Ég átti nokkur eintök hér áður fyrr. Nú á ég bara einn og hann passar,“ sagði Anderson í samtali við Entertainment Tonight. „Ég máta hann öðru hvoru. Hann passar enn,“ bætti hún við. 

Sundbolurinn liggur því ekki aftast í fataskáp leikkonunnar og safnar ryki, en í viðtalinu viðurkenndi Anderson að hún noti sundbolinn sem „partítrix“ í dag. Þá sagði hún frá eftirminnilegu partíi þar sem sundbolurinn sló rækilega í gegn.

„Ég man að vinir mínir spurði hvar Pamela væri. Ég stökk í sturtuna og kom rennandi blaut út í sundbolnum og byrjaði að gefa öllum munn við munn,“ útskýrði leikkonan. 

View this post on Instagram

A post shared by ET Canada (@etcanada)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin