Sannleikurinn um „brúðkaup ársins 2022“

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz gengu í hið heilaga við …
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz gengu í hið heilaga við glæsilega athöfn í apríl 2022. AFP

Úr fjarlægð virtist brúðkaup Brooklyns Beckhams og Nicole Peltz draumi líkast, en þau gengu í það heilaga í apríl í stjörnum prýddu brúðkaupi þar sem öllu var til tjaldað. Nú er hins vegar komið í ljós að brúðkaup þeirra var uppfullt af glundroða, leyndarmálum, lygum og vantrausti á bak við tjöldin. 

Yfir 500 gestir mættu í brúðkaup hjónanna sem fór fram á landareign Beckham-fjölskyldunnar á Palm-ströndinni í Miami. 

Áður hefur verið greint frá miklu ósætti milli Nicolu og tengdamóður hennar, Victoriu Beckham, í aðdraganda brúðkaupsins. Nú hefur 188 blaðsíðna dómsskjal hins vegar afhjúpað mun stærri vandamál. 

Reknar vegna meintra mistaka

Í síðasta mánuði lagði faðir Nicole, milljarðamæringurinn Nelson Peltz, fram kæru á hendur skipuleggjendum brúðkaupsins, þeim Nicole Braghin og Ariönnu Grijalba, þar sem hann krefur þær um endurgreiðslu á 134 þúsund punda innborgun. 

Á vef Daily Mail kemur fram að hann hafi ráðið Braghin og Grijalba einungis sex vikum fyrir stóra daginn eftir að fyrsti skipuleggjandinn sagði upp. Þær hafi hins vegar verið reknar níu dögum síðar vegna meintra mistaka. 

Nú hafa Braghin og Grijalba höfðað mál gegn Nelson þar sem þær saka hann um samningsbrot og vilja halda innborguninni. Fram kemur á vef AS að þær hafi einnig kært brúðina sjálfa, Nicolu, móður hennar, Claudiu, og brúðkaupshönnuðinn Rishi Patel upp á skaðabætur sem nema hið minnsta 41 þúsund pundum auk kostnaðar sem gæti numið hundruðum þúsunda punda. 

Faldi kostnað fyrir eiginmanni sínum

Í 188 blaðsíðna dómsskjali er því haldið fram að Nelson hafi viljað hætta við brúðkaupið og kallað það „skítasýningu“, Þá hafi eiginkona hans, Claudia, beðið hann að gera það ekki þar sem það myndi „eyðileggja feril Nicolu“.

Í skjölunum kemur einnig fram að Nicola hafi eytt 85 þúsund pundum í hár og förðun, en Claudia á að hafa sagt við annan skipuleggjandann að Nelson mætti ekki vita hvað sá þáttur hefði kostað og beðið um hjálp við að fela kostnaðinn, annars myndi hann „drepa hana og verða svo reiður“.

Þá kemur einnig fram að Peltz-hjónin hafi verið hrædd um að foreldrar Brooklyns, David og Victoria Beckham, myndu komast að „mistökum“ í skipulagi brúðkaupsins. Í skjölunum nefna skipuleggjendurnir vandamál sem tengdust gestalistanum og sögðu að brúðurin hefði verið „of upptekin“ til að eiga í samskiptum við þær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant